


Siggi og Vigga Homepage
Eru kátir krakkar, sem koma víða við og nú heimsækja þau Ísland líka í fyrsta skiptið. Vid bjóðum þau auðvitað innilega velkomin!
Siggi og Vigga eru
ættud frá Niðurlöndum, nánar til
tekið frá Belgíu (höfuðlandi
teiknisagnanna) alveg eins og Tinni.
En nú vitið þið kannski, að í Belgíu er ekki tölud belgíska, heldur tvö tungumál, franska og flæmska (einskonar hollenska) og töluverð streita þar á milli.
Meðan Tinni er vinsælastur hjá frönskumælandi fólkinu &icaute; Belgíu, eru Siggi og Vigga eftirlætis-söguhetjur þess hollenskumælandi. En öll sömul, Siggi og Vigga og Tinni eru útbreidd og þekkt um víða veröld. Við getum því sannarlega gefið þeim gott klapp. KLAPPKLAPP OG HANANÚ!
STUNDUM NOKKUÐ SKAPRÍK!
Siggi og Vigga eru afskaplega góðir vinir. það gengur ekki hnífurinn á milli þeirra. Þið eigið nú vonandi eftir að kynnast þeim nánar og skaplyndi þeirra, svo við skulum tala sem minnst um það allt.
þó er óhætt að segja, að Siggi er mesti ljúflingur og auk þess svo ráðsnjall, að það kemur sér vel í öllum þeim vandrædum, sem þau eru vön að rata í. - Vigga er hinsvegar mesta kjarnorkukona, vill drífa allt af í einum grænum og stundum er hún þá vægast sagt ,,nokkud skaprík!" - Jæja, vonandi eigið þið eftir að lenda í því!
HINIR Í SKÝJASÚLUNNI
Jæja, horfið nú og horfið nú á lyftingameistarann hér til vinstri á myndinni. Þetta kallast ,,SKÝJASÚLAN." Efst tróna þau í toppinum Siggi og Vigga (sem heldur raunar á Fíu), en næst í röðdinni fyrir neðan koma vinir þeirra, sem ekki má gleyma.
STÍNA FRÆNKA er nokkuð flumósa, þegar
hún hellir upp á kaffibolla. Hún er annars
óforbetranleg piparkerling, en alltaf að bída eftir
því að einhver fari í grænar hosur ad
biðja hennar.
LAMBI er einstaklega skarpur og ráðagóður gaur,
en því miður svo lengi að hugsa, að
það er aðeins með höppum og glöppum, sem
ráðin koma að nokkrum notum. það
þyðir nefnilega ekki að láta sér detta
eitthvad í hug daginn eftir dauðann.
VAMBI er svo fílefldur, að hann gæti kastað
Skýjasúlunni hálfa leið til stjarnanna. En
gallinnen er bara, að hann er helst aldrei við, þegar
á honum þarf að halda.
HÚRRA! HÚRRA! fyrir öllu þessu heiðursfólki.
Welcome to the Siggi and Vigga page. We are very sorry to disappoint you if we say that most of the other pages are only available in Dutch, just a very few in English and nothing in Icelandic. However, an overview of albums published in Icelandic is available on this site.
We do hope you have a pleasant stay. Please leave an email we are interested in Icelandic visitors of the Siggi og Vigga Homepage.
If you can read English here is our English Homepage. If you can read Dutch use de Nederlandse Homepage (but then Siggi and Vigga are called Suske and Wiske).
Comments (or translations!): Frank Koper. Everything on this page (including text) is © Standaard Uitgeverij
